Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
6.8.2008 | 11:12
"meintur" sauðaþjófnaður
Það má segja að það hafi ekki bara verið til forna sem maðkurinn læddist í mysuna, hann hefur svo sannarlega gert það hér í þessu máli.
Í þessu máli eru raðir mistaka af hálfu hins opinbera og best væri að menn færu að skammast sín.
Sem dæmi um mistökin má nefna t.d. að áður en loksins var farið í húsleit hjá sauðaþjófinum var lögreglan í því að spyrja fólk í sveitinni hvort það treysti sér til að koma með til að lesa úr mörkunum... þetta gerir það að sjálfsögðu að verkum í lítilli sveit að fréttin spyrst út og kærði löngu búinn að heyra af því að lögreglan ætlaði að gera húsleit heima hjá honum áður en ráðist var í það, enda bauð hann fólk velkomið með bros á vör... sjálfsagt búinn að losa sig við allan ólöglegan varning.
Annað sem ég tel vera mikil mistök í þessu máli er að ekki var hægt að fá DNA próf. Eigendur lambanna sem farið var með í sláturhús eiga mæður þeirra og vilja sanna það, en það var ekki gert, enginn vildi sinna því. Af hverju???
Svo eru það að sjálfsögðu stærstu mistökin. Þegar saksóknari tekur dómsvaldið í sínar eigin hendur, og fellir málið niður vegna þess að ekki er hægt að sanna ásetning. Ég hélt að það væri í verkahring dómarans að dæma um það. En þetta er kannski eitthvað nýtt fyrirbæri, verið að spara dómurum vinnutíma, eða ríkinu fjárútlát, veit ekki hver hugsjónin á bak við þetta er, en hún er svo sannarlega röng. Sérstaklega þar sem hægt er að finna tengingu á milli saksóknara og þess kærða.
Ég hef lesið flest öll gögn þessa máls og skoðað myndir og að mínu mati er það borðliggjandi að maðurinn á ekki þessi lömb sem hann setti í sláturhús, hann breytti bæði mörkum og eyrnamerkjum í þeim (af ásetningi eða ekki, en það er dómara að dæma um það) Og það veit ég líka að þeir sem önnuðust rannsókn málsins á Keldum eru sammála mér í því.
Þetta stendur allt og fellur með því hvað saksóknara FINNST... eða það virðist vera, ég get allavega ekki séð annað.
Ég vona að það verði eitthvað gert í þessu meira, og að saksóknari þurfi að svara fyrir sig... hann getur ekki frekar en aðrir í landinu tekið að sér dómsvald, sem er skv. stjórnarnskrá á valdi dómara og skal vera algjörlega sjálfstætt og óháð.
![]() |
Mál vegna meints sauðaþjófnaðar fellt niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)